Heimsókn umdæmisstjóra, Önnu Stefánsdóttur
Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri Hrunamannahrepps og stjórnarformaður Sorpstöðvar Suðurland fjallar um útflutning úrgangs.
Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga heimsækir okkur.
Umhverfisnefnd Rótarýklúbbs Selfoss stjórnar mótun stefnu um umhverfismál.
Ferða- og skemmtinefnd stendur fyrir haustferð á sýninguna Fly Over Iceland. Að henni lokinni verður snætt á Bryggjunni brugghúsi.Brottför frá Hótel Selfossi kl. 18. Farið með rútu og áformuð heimkoma um 23.00. Makar velkomnir.
Elín Svafa Thoroddsen fjallar um þá gríðarlegu uppbyggingu sem átt hefur sér stað á Hótel Geysi.
Heimsókn í nýtt iðnaðarhús SG á Selfossi
Gefið er fundarfrí í stað þorrablóts
Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri SASS flytur erindi "Af vettvangi SASS".
Gengið verður um elstu byggð Selfoss undir leiðsögn Kjartans Björnssonar. Mæting við Tryggvaskála ekki síðar en kl. 18.30 en þá hefst gangan.
Böðvar Guðmundsson fyrrv. skógarvörður leiðir Rótarýklúbb Selfoss um Snæfoksstaðaskóg þriðjudaginn 22. september. Mæting við Hótel Selfoss kl. 18 og brottför tíu mínútum seinna.
Soffía Gísladóttir umdæmisstjóri Rótary á Íslandi kemur í heimsókn til Rótarýklúbbs Selfoss þriðjudaginn 29. september 2020. Mæting kl. 18.30, fundur hefst kl. 19. Fyrsti fundur klúbbsins í haust í Hótel Selfoss.
Klúbbfundur. Felldur niður vegna Covid19.
Zoom-fundur. Almennar umræður um það sem félagsmenn kjósa að tala um.
Haldinn verður fundur á Zoom þriðjudaginn 27. október kl. 18,30 til 19. Alþjóðanefnd sér um fundarefnið.
Á zoom-fundi Rótarýklúbbs Selfoss þriðjudaginn 3. nóvember 2020 kl. 18.30 verður Ragnar Viðarsson með starfsgreinaerindi.