Rótarýklúbbur Selfoss

Rótarýklúbbur Selfoss var stofnaður árið 30. maí 1948 og hefur starfað óslitið síðan. Fullgildingarbréf Rótarýklúbbsins á Selfossi var gefið út þann 12. júlí 1948. Rótarýklúbburinn á Selfossi er hinn 9. í röðinni á Íslandi, en númer 6999 í Rotary International.

Stofnfélagar voru 18 talsins: Brynjólfur Gíslason, Einar Pálsson, Gísli Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Haukur Halldórsson, Herbert Jónsson, Ingimar Sigurðsson, Ingólfur Þorsteinsson, Ingþór Sigurbjörnsson, Jón Ingvarsson, Jón Pálsson, Kristinn Vigfússon, Lúðvík Norðdal, Páll Hallgrímsson, Sigurður Eyjólfsson, Sigurður Óli Ólafsson, sr. Sigurður Pálsson og Sigurður I. Sigurðsson.

Fjórir Umdæmisstjórar hafa komið úr Rótarýklúbbi Selfoss. Það voru Sr. Sigurður Pálsson 1957-1958, Marteinn Björnsson 1982-1983, Björn B. Jónsson 2013-2014 og Garðar Eiríksson 2018-2019.

Í dag eru fundir haldnir á þriðjudagskvöldum kl. 18:30-20 á Hótel Selfossi.