Aðventukvöldið verður haldið á Hendur í höfn í Þorlákshöfn. Farið með rútu frá Hótel Selfossi.
Þar mun Dagný, eigandi staðarins, taka á móti okkur og segja okkur frá veitingastaðnum og glerlist sinni. Einnig fáum við spennandi tónlistaratriði úr heimabyggð í Þorlákshöfn.
Boðið verður upp á 7 rétta seðil. Allir fá sömu 5 forréttina en síðan er val um aðalrétt og eftirrétt. Matseðillinn fylgir með í viðhengi. Ekki er val um aðra rétti en þá sem eru á aðventuseðlinum.